SKUTLUR
Leggðu fjær til að komast nær!
Sérstök skutluþjónusta Strætó verður starfrækt fyrir þá sem vilja komast hratt og örugglega inn á mitt hátíðarsvæðið.
Skutlurnar munu ganga frá kl.07:30 og fram yfir miðnættii eða þar til miðborgin hefur verið tæmd.Skutlurnar aka frá Laugardalshöll með viðkomu á stoppustöðvum strætó í Borgartúni og Hlemmi og þaðan beinustu leið upp að Hallgrímskirkju. Skutlustöðvar verða merktar. Hægt er að nálgast kort af akstursleiðum skutlu.
LEIGUBÍLAR
Leigubílar verða á fjórum stöðum í útjaðri hátíðarsvæðisins. Við Hallgrímskirkju, Skúlagötu, BSÍ og Túngötu á bílastæði við Landakotskirkju. Eftir klukkan 21:00 munu leigubílar við Skúlagötu færast yfir á BSÍ. Akstur leigubíla um Gömlu Hringbraut er bannaður eftir kl. 22.00 á Menningarnótt og þar til miðborgin Strætó hefur lokið akstri.
FERÐAÞJÓNUSTA FATLAÐRA
Farþegar eru vinsamlegast beðnir um að bóka ferðir með góðum fyrirvara til þess að auðvelda skipulagningu akstursins. Þar sem umferð inn í miðborgina er verulega takmörkuð þennan dag mun ferðaþjónustan hafa fjóra staði í borginni til að skila af sér og ná í farþega. Staðirnir eru eftirfarandi, við Sjávarútvegsráðuneytið við Skúlagötu, N1 Hringbraut (við hliðina á BSÍ), við Hallgrímskirkju og við Tjarnargötu 8 (bílastæði HHÍ). Vakin er athygli á því að ekki er stoppað við Ráðhúsið.Stæðin eru ekki ætluð til að leggja í heldur einungis til þess að taka á móti og skila af sér farþegum: Hægt er að panta síðustu heimferð kl. 00.00. Viðbúið er að einhver seinkun kunni að verða sökum umferðar. Við biðjum því alla um að sýna þolinmæði og skilning af þeim sökum.
Almennar upplýsingar um aðgengismál hreyfihamlaðra á Menningarnótt.
FERÐAÞJÓNUSTUAÐILAR
Til að tryggja öryggi gesta okkar er miðborgin lokuð fyrir akandi umferð frá kl 07.00 að morgni laugardagsins 20. ágúst og fram yfir flugeldasýningu. Ráðgert er að miðborgin verði greiðfær uppúr kl 01.00.
Í samráði við Samtök ferðaþjónustuaðila og viðbragðsaðila, höfum við skapað aðstöðu fyrir rútur á Menningarnótt, við Túngötu, Hallgrímskirkju og Skúlagötu. Stæðin eru ekki ætluð til þess að leggja í heldur einungis til þess að taka á móti og skila af sér farþegum.
- Túngata fyrir neðan Landakotskirkju: Aðstaða fyrir minni rútubíla. Aðgengi við gatnamót Túngötu og Ægisgötu. Útakstur er við Túngötu og Garðastræti og um Suðurgötu.
- Bílastæði við Hallgrímskirkju, Eiríksgötumegin: Aðstaða fyrir minni og stærri rútubíla. Aðgengi við gatnamót Eiríksgötu og Snorrabrautar (gegnum hlið að Landsspítala). Útakstur aftur niður Eiríksgötuna, Barónsstíg, Bergþórugötu og þaðan niður á Snorrabraut.
- Skúlagatan (vestan Olís): aðstaða fyrir stærri rútubíla. Aðgengi við gatnamót Snorrabrautar og Hverfisgötu, og niður Barónsstíg og Skúlagötu. Útakstur er sama leið tilbaka – Eftir kl. 20.00 verður lokunin við Sæbraut/Snorrabraut færð alveg upp á Kringlumýrarbraut. Greið leið verður um Borgartúnið til að komast á niður á Laugaveg og þaðan á Snorrabraut/Hverfisgötu.
Athugið, aðeins bílar vel merktir löggildu ferðaþjónustu fyrirtæki mega nýta sér þessa þjónustu sem tilgreind er hér að ofan.
Athugið, að sleppistæði nr. 1, 2, 3, 4, 5 og 6 verða óvirk á Menningarnótt frá kl. 07.00 – 01.00.