SALERNI FYRIR HREYFIHAMLAÐA
Salernisaðstaða fyrir hreyfihamlaða á Menningarnótt verður á eftirtöldum stöðum:
- Við Arnarhól (til hliðar við bílastæðahús Seðlabankans)
- Á horni Bergþórugötu og Frakkastígs
- Við Óðinstorg
- Við Smáragötu
- Á BSÍ
- Portið hjá Iðnó (Vonarstrætismeginn)
- Hverfisgötu 23 (við Lýðveldisgarð)
- Í Hljómskálagarði
- Við Rastargötu
- Í Ráðhúsinu – opið til kl. 21.00.
- Í Hörpu – opið til kl. 23.00.
- Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi – opið til kl. 23.00.
- Listasafni Íslands – opið til kl. 22.00.
GÖTU- OG TORGSÖLULEYFI
Á Menningarnótt fer götusala og sala í matarvögnum fram í Aðalstræti og í Fógetagarðinum. Þeir einir geta sótt um leyfi til götusölu á Menningarnótt sem þegar hafa fengið ársleyfi til slíkrar sölu frá Umhverfis- og Skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Öll önnur sölustarfsemi á Menningarnótt er óheimil. Söluaðilar munu þurfa að framvísa leyfum til lögreglu á hátíðardeginum. Hægt er að kynna sér málið frekar Hér
HEILBRIGÐISEFTIRLIT REYKJAVÍKUR
Að gefnu tilefni viljum við vekja athygli á því að eldun utandyra er óheimil í miðbæ Reykjavíkur nema að sérstakt leyfi frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur liggi fyrir. Einnig er með öllu óheimilt að selja áfenga drykki til gangandi vegfarenda á borgarlandi, þ.m.t. á hátíðarsvæði Menningarnætur. Brot á reglum mun leiða til afturköllunar á leyfi og getur haft áhrif á leyfisveitingar í framtíðinni.
VÍNVEITINGALEYFI
Við hvetjum veitingastaði til að framlengja daglega starfsemi sína út á götu og skapa með okkur götumatarstemningu á Menningarnótt. Þeir sem hyggja á slíkt ber þó að sækja um tilskilin leyfi til heilbrigðiseftirlitsins.
HLJÓÐVIST
Á Menningarnótt er borgin í hátíðarham þar sem gera má ráð fyrir lifandi tónlistarflutningi og viðburðum á hverju götuhorni. Þó að gleðin sé við völd hvetjum við að sjálfsögðu þátttakendur, gesti og íbúa til að taka tillit til hvors annars og sjá til þess að hljóð fari ekki yfir leyfileg mörk. Viðburðum á vegum Menningarnætur lýkur kl. 23:00.
Almennar upplýsingar eru gefnar í símaveri Reykjavíkurborgar S: 411-1111. Á milli kl. 08:00 - 23:00