Upplýsingar

Á Menningarnótt er miðborginni breytt í eina allsherjar göngugötu og er hún því lokuð fyrir almennri bílaumferð (sjá bleikt svæði á korti) á milli kl. 07:00-01:00 á sjálfan hátíðardaginn. Við hvetjum gesti Menningarnætur til að ganga í bæinn, hjóla eða nýta sér fríar ferðir með strætó. Þeir sem kjósa að koma á eigin bíl bendum við á bílastæði við Laugardalsvöll og í Borgartúni en þaðan ganga strætó skutlur að Hallgrímskirkju með viðkomu á Hlemmi. 

Starfsfólk símavers Reykjavíkurborgar veitir gestum Menningarnætur gagnlegar upplýsingar af ýmsum toga í síma 411-1111 og er opið á milli kl. 08:30 - 23:00.

Í alvarlegum neyðartilfellum skal ávalt hringja í neyðarnúmerið 112. Við viljum þó leggja áherslu á að í sumum tilfellum getur símaver Reykjavíkurborgar greitt úr málum og þannig minnkað álag á 112.

Einnig verður Ráðhús Reykjavíkur opið frá kl. 08:00-20:00.

Upplýsingar til ferðaþjónustuaðila vegna götulokana

lokunarkort