Umsókn í Menningarnæturpottinn

Menningarnæturpotturinn er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Landsbankans sem hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi. Veittir verða styrkir úr pottinum, 100 - 500.000 kr. til einstaklinga og hópa sem vilja skipuleggja fjölbreytta og áhugaverða viðburði í tilefni af Menningarnótt.
 
Skilyrði fyrir styrkveitingu er að viðburður sé innan hátíðarsvæðis sem miðast við miðborgina, Granda og í kringum Klambratún. Við tökum vel á móti öllum umsóknum.
 
Tekið er við umsóknum um fjármagn úr Menningarnæturpottinum til og með 28. maí.
 
* stjörnumerkta reiti er nauðsýnlegt að fylla út