Um hátíðina

Menningarnótt eftir nótt eftir nótt

Menningarnótt er afmælishátíð Reykjavíkurborgar og er markmiðið að hvetja borgarbúa til þátttöku með því að beina kastljósinu að því fjölbreytta og ríkulega framboði af viðburðum og kraftmikilli menningarstarfsemi sem borgin hefur upp á að bjóða.  Í ár verður hátíðin með breyttu sniði og dreifist yfir 10 daga frá 13.ágúst -23.ágúst  til þess að stefna ekki of miklum mannfjölda saman í samræmi við tilmæli almannavarna vegna Covid-19 ástandsins.

 

Menningarnótt 2020.  13.ágúst- 23.ágúst

Menningarnótt verður dreift yfir 10 daga tímabil í ágúst, hún verður ennþá miðbæjarhátíð og hefst fimmtudaginn 13.ágúst og stendur til sunnudagsins  23.ágúst.

Við viljum virkja og styrkja listamenn og skemmtikrafta á þessum óvenjulegu tímum og efla miðbæinn fyrir rekstraraðila. Farið verður í samstarf við fólk og fyrirtæki.  Borgin mun lifna við í samvinnu við listafólk og hönnuði, plötusnúða og tónlistarfólk, leikhúsfólk og sirkuslistamenn, rithöfunda svo möguleg dæmi séu tekin. Unnið verður með rekstraraðilum í miðbænum til þess að efla miðbæinn og er gert ráð fyrir að miðbærinn iði af lífi þessa daga.

Viðburðir eins og stórir tónleikar væru ekki leyfðir nema þar sem þykir tryggt að  búið sé að hólfa svæðið niður þannig að hópar séu ekki stærri en 2000 manns. 

Listamenn, rekstaraðilar, félagasamtök ofl. sem áhuga á að taka þátt geta sótt um styrki í mismundandi verkefni sem lífga upp á  miðbæinn á þessu tímabili. Fólk myndi sækja um hjá okkur að vera með í dagskránni og gæti einnig sótt eftir styrkjum og myndum við í samvinnu við þá aðila finna hentugar tímasetningar svo að dagskráin dreifist yfir þetta 10 daga tímabil.

Ábyrgðaraðili

Skrifstofa menningarmála, viðburðardeild er ábyrgðaraðili að Menningarnótt. Hlutverk hennar er að halda utan um alla almenna skipulagningu og viðburði, standa að útgáfu dagskrár og kynningu á viðburðum hátíðarinnar. Viðburðir Menningarnætur eru skapaðir og framkvæmdir af menningar- og listastofnunum, félagasamtökum, fyrirtækjum, listamönnum og öðru hugmyndaríku fólki í Reykjavík. Fjölmargir aðrir styðja einnig hátíðina með ýmsum hætti og viljum við á skrifstofu menningarmála þakka af heilum hug þeim fjölmörgu sem koma að hátíðinni.

 

Skrá viðburð til þátttöku

Viltu bjóða gestum að ganga í bæinn? Ertu með viðburð og langar að taka þátt? Ertu með stað en vantar áhugaverðan viðburð? Eða ertu kannski bæði með viðburð og stað? 

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá skrifstofu menningarmála í síma 411-6000 eða senda tölvupóst á menningarnott@reykjavik.is