Menningarnótt eftir nótt eftir nótt
Menningarnótt er afmælishátíð Reykjavíkurborgar og er markmiðið að hvetja borgarbúa til þátttöku með því að beina kastljósinu að því fjölbreytta og ríkulega framboði af viðburðum og kraftmikilli menningarstarfsemi sem borgin hefur upp á að bjóða. Í ár verður hátíðin með breyttu sniði og dreifist yfir 10 daga frá 13.ágúst -23.ágúst til þess að stefna ekki of miklum mannfjölda saman í samræmi við tilmæli Almannavarna vegna Covid-19 ástandsins. Hátíðarsvæðið verður að þessu sinni Miðborgin, teygð vestur í bæ og út á Granda, og austur í Hlíðar og að Laugardalnum.