Um hátíðina

Menningarnótt 

Menningarnótt er afmælishátíð Reykjavíkurborgar en hátíðin er alltaf haldin fyrsta laugardag eftir 18. ágúst en þann dag 1786 fékk Reykjavíkurborgt kaupstaðarréttindi. 

Menningarnótt var haldin í fyrsta sinn árið 1996 og hefur frá upphafi skipað mikilvægan sess í viðburðahaldi í borginni þar sem listafólk, íbúar, rekstraraðilar fá tækifæri til að bjóða til veislu í miðborginni. 

 

 

 

Ábyrgðaraðili

Skrifstofa menningarmála, viðburðardeild er ábyrgðaraðili að Menningarnótt. Hlutverk hennar er að halda utan um alla almenna skipulagningu og viðburði, standa að útgáfu dagskrár og kynningu á viðburðum hátíðarinnar. Viðburðir Menningarnætur eru skapaðir og framkvæmdir af menningar- og listastofnunum, félagasamtökum, fyrirtækjum, listamönnum og öðru hugmyndaríku fólki í Reykjavík. Fjölmargir aðrir styðja einnig hátíðina með ýmsum hætti og viljum við á skrifstofu menningarmála þakka af heilum hug þeim fjölmörgu sem koma að hátíðinni.

 

Skrá viðburð til þátttöku

Viltu bjóða gestum að ganga í bæinn? Ertu með viðburð og langar að taka þátt? Ertu með stað en vantar áhugaverðan viðburð? Eða ertu kannski bæði með viðburð og stað? 

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá skrifstofu menningarmála í síma 411-6000 eða senda tölvupóst á menningarnott@reykjavik.is