Um hátíðina

Sjáumst á Menningarnótt 2019!

Menningarnótt er afmælishátíð Reykjavíkurborgar og verður haldin þann 24. ágúst 2019. Menningarnótt er hátíð sem allir borgarbúar skapa og upplifa saman, úti á torgum og götum miðborgarinnar, í bakgörðum og söfnum, fyrirtækjum og ekki síst í húsunum í bænum.

Markmið Menningarnætur er að hvetja borgarbúa til þátttöku með því að beina kastljósinu að því fjölbreytta og ríkulega framboði af menningarviðburðum og kraftmikilli menningarstarfsemi sem borgin hefur upp á að bjóða. Dagskráin er gestum að kostnaðarlausu og þar með séð til þess að allir gestir geti notið kraftmikils menningarlífs og góðrar samveru.

Ábyrgðaraðili

Skrifstofa menningarmála, viðburðardeild er ábyrgðaraðili að Menningarnótt. Hlutverk hennar er að halda utan um alla almenna skipulagningu og viðburði, standa að útgáfu dagskrár og kynningu á viðburðum hátíðarinnar. Viðburðir Menningarnætur eru skapaðir og framkvæmdir af menningar- og listastofnunum, félagasamtökum, fyrirtækjum, listamönnum og öðru hugmyndaríku fólki í Reykjavík. Fjölmargir aðrir styðja einnig hátíðina með ýmsum hætti og viljum við á skrifstofu menningarmála þakka af heilum hug þeim fjölmörgu sem koma að hátíðinni.

 

Skrá viðburð til þátttöku

Viltu bjóða gestum að ganga í bæinn? Ertu með viðburð og langar að taka þátt? Ertu með stað en vantar áhugaverðan viðburð? Eða ertu kannski bæði með viðburð og stað? 

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá skrifstofu menningarmála í síma 411-6000 eða senda tölvupóst á menningarnott@reykjavik.is

Vöfflukaffi 

Á Menningarnótt hafa íbúar í Þingholtunum boðið gestum og gangandi heim til sín eða í garða sína, í vöfflur og kaffi á milli kl. 14:00 og 16:00.

Verkefnastjórn Menningarnætur styrkir gestgjafana með vöffludeigi, kaffi og fleira sem gagnast fyrir boðið en að öðru leiti sér heimilisfólk um að hafa ofan af fyrir gestum. Sumir gestgjafar bjóða upp á litla tónleika og aðrir upp á listsýningar, allt eftir áhuga hvers og eins.  10-12 heimili hafa tekið þátt hverju sinni þau ár sem verkefnið hefur verið í gangi. Mikil ánægja hefur verið meðal gestgjafa og ekki síður gesta. Senda inn umsókn.