Menningarnæturpottur Landsbankans

Menningarnótt eftir nótt

Ert þú með góða hugmynd? Komdu í pottinn!

Í ár höldum við Menningarnótt með breyttu sniði. Hátíðin dreifist yfir 10 daga og fer fram 13.-23. ágúst. Borgarbúar geta því notið hátíðarinnar dag eftir dag, nótt eftir nótt.
Við auglýsum eftir frumlegum hugmyndum til að fylla inn í nýstárlegt viðburðalandslag Menningarnætur 2020. Veittir eru styrkir á bilinu 100.000-500.000 kr. Listafólk, íbúar, rekstraraðilar, félagasamtök og allir áhugasamir geta sótt um styrki til að lífga upp á miðborgina á þessari þátttökuhátíð sem borgarbúar skapa og upplifa saman. Fylgiskjöl með umsókn mega ekki vera stærri en 2 MB.