Menningarnótt 2020
Menningarnótt er afmælishátíð Reykjavíkurborgar og í ár verður hátíðin með breyttu sniði og dreifist yfir 10 daga frá 13.ágúst -23.ágúst til þess að stefna ekki of miklum mannfjölda saman. Menningarnótt er hátíð sem allir borgarbúar skapa og upplifa saman, úti á torgum og götum miðborgarinnar, í bakgörðum og söfnum, fyrirtækjum og ekki síst í húsunum í bænum.