Forsíða

Takk! 

Menningarnótt 2022 er nú lokið og vill Reykjavíkurborg þakka gestum fyrir komuna. Hátiðin gekk mjög vel fyrir sig og talið er að sjaldan eða aldrei hafi fleiri gestir hafi lagt leið sína í miðborgina og notið fjölbreyttrar dagskrár sem í boði var.

Fjöldi fólks hefur unnið sleitulaust við undirbúning og skipulagningu Menningarnætur, starfsfólk Reykjavíkurborgar, viðbragðsaðilar, rekstraraðilar, listafólk og fleiri og þessi hátíð væri ekki jafn glæsileg og raun ber vitni ef þeirra nyti ekki við. Takk fyrir ykkar framlag.

Gestir Menningarnætur setja svip sinn á borgina og njóta þess sem í boði er.

Takk fyrir komuna, við sjáumst að ári