Öryggismál

VANTAR ÞIG HJÁLP!

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, lögreglan og björgunarsveitir verða með viðbúnað og sameiginlega aðstöðu fyrir aftan Alþingishúsið, á planinu milli Kirkjustrætis og Vonarstrætis. Aðgerðum verður stjórnað úr stjórnstöðvarbíl Landsbjargar en á staðnum verða sjúkra-, slökkvi- og lögreglubifreiðar. Gönguhópar lögreglu, Rauða krossins og björgunarsveita verða gerðir út þaðan. Í neyðartilvikum ber að hringja í neyðarlínuna 112.

TAKMARKANIR Á SKIPAUMFERÐ

Laugardaginn 19.08.2017 mun svæðið fyrir innan rauðu línurnar í kringum Faxagarðinn (sjá kort) vera lokað fyrir allri báta- og skipaumferð á meðan að flugeldasýning stendur yfir. Lokunin tekur gildi kl.22:50 til kl.23:20 eða 5 mín eftir sýningu. Eftirlitsbátur frá Landhelgisgæslunni verður á svæðinu með hlustvörslu á rásum16 og 12 ásamt bátum frá Landsbjörgu. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar mun einnig senda út tilkynningu til sjófarenda með reglulegu millibili í gegnum VHF.  Kort af Hafsvæði

BÖRN OG UNGMENNI

Athvarf fyrir týnd börn er í bækistöð Lögreglunnar og Slökkviliðs við Ingólfsstræti handan Arnarhóls. Vel merkt bifreið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins verður staðsett þar svo auðvelt verður að sjá hvert á að leita. Gott er að hafa börnin merkt með símanúmeri forráðamanna. Miðbæjarathvarf Reykjavíkurborgar og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verður einnig starfrækt á Menningarnótt og gefur lögregla upplýsingar í neyðarnúmerinu 112.

DÝRAVERND

Munum eftir dýrunum og gerum ráðstafanir þeim til verndar meðan á flugeldasýningunni stendur. Geymum hunda heima á Menningarnótt. Hægt er að nálgast „róandi“ fyrir dýr á Dýraspítalanum. Upplýsingar í síma 540-9900. Bakvakt vegna neyðartilfella utan opnunartíma í síma 860-2211.