Forsíða

Menningarnótt 2017

Menningarnótt er afmælishátíð Reykjavíkurborgar og verður haldin í tuttugasta og annað skipti þann 19. ágúst. Menningarnótt er hátíð sem allir borgarbúar skapa og upplifa saman, úti á torgum og götum miðborgarinnar, í bakgörðum og söfnum, fyrirtækjum og ekki síst í húsunum í bænum.  

Ef þig langar að taka þátt í Menningarnótt og ert með hugmynd af skemmtilegum viðburði skráðu þig til þátttöku með að fylla út þátttökuumsókn hér.