Forsíða

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans vegna Menningarnætur sem verður haldin 24. ágúst næstkomandi. Veittir eru styrkir á bilinu 100.000-500.000 kr. til hópa og einstaklinga.

Menningarnæturpotturinn er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Landsbankinn sem hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi. Allur fjárstuðningur bankans rennur til listamanna sem koma fram á Menningarnótt. 

Opið er fyrir umsóknir til 26. maí á vef Menningarnætur.

Sækja um styrk í Menningarnæturpottinn.