Velkomin á Menningarnótt

No front page content has been created yet.

Ertu með góða hugmynd að viðburði fyrir Menningarnótt 2016?

 

Við ætlum að styrkja skemmtilega og frumlega viðburði á Menningarnótt 2016 sem haldin verður 20. ágúst nk. Viðburðir hátíðarinnar fara fram á torgum, í húsasundum, görðum, galleríum, verslunum, menningarstofnunum og heimahúsum.

Við úthlutun í ár verður kastljósinu beint að viðburðum tengdum Grandanum. Sú tenging er þó ekki skilyrði fyrir styrkveitingu og tekið verður vel á móti öllum umsóknum.

Menningarnæturpotturinn er samstarfsverkefni Höfuðborgarstofu og Landsbankans sem hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi.

Veittir verða styrkir úr pottinum, 50-250.000 kr. til einstaklinga og hópa sem vilja skipuleggja fjölbreytta og áhugaverða viðburði á Menningarnótt.

Tekið er við umsóknum um styrki úr sjóðnum t/m 31. maí. 

 

Athugið, almenn þátttökuskráning viðburða í dagskrá Menningarnætur 2016 er t/m 31. júlí.

 

Kveðja, verkefnastjórn Menningarnætur 2016